Opnum aftur á Dalvegi 22, kópavogi, hraðari og betri þvottastöð

Í ágúst opnuðum við aftur stöðina okkar á Dalvegi 22 eftir miklar endurbætur. Eftir breytingarnar er þvotturinn nú bæði hraðari og betri. Þarna er full þjónusta og því þarftu ekki að fara út úr bílnum á meðan hann fær sitt bað.

Opið er mánudaga-föstudaga 08-19 og um helgar 10-18. 

Verið velkomin á Dalveginn, við tökum vel á móti þér.

 

 

 

 

Opnunartími um Páskana

  • Lokað á föstudaginn langa
  • Lokað Páskadag
  • Lokað annan í Páskum

Venjulegur opnunartími á öðrum dögum yfir Páskahátíðina.

Minnum á að aðrar stöðvar Löðurs eru opnar alla páskana.
Gleðilega Páska 

 

Súrt regn hef­ur slæm áhrif á bílalakk

Gos í HoluhrauniStyrk­ur brenni­steins­díoxíðs (SO2) mæl­ist nú mjög hár víða um land vegna eld­goss­ins í Holu­hrauni og meng­un­in virðist ná til allra lands­hluta sam­kvæmt spá­korti veður­stofu Íslands í dag.

Brenni­steins­díoxíð er ein helsta ástæðan fyr­ir súru regni sem hef­ur víðtæk­ar af­leiðing­ar. Súrt regn hef­ur m.a. í för með sér skemmd­ir á bíl­um.

„Brenni­steins­díoxíð og súra regnið hef­ur slæm áhrif á lakk bif­reiða sem hef­ur því hlut­verki að gegna að hlífa bíln­um gegn ryði og tær­ingu auk þess að sjálf­sögðu að gera hann fal­legri,“ seg­ir Páll Mar Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Löðurs.

„Það eru nokkr­ir hlut­ir sem mega ekki sitja á bif­reiðum og má þar nefna auk súra regns­ins, rúðuvökva, fugla­skít, trjákvoðu, salt og fleira sem tær­ir lakk. Einnig má tjara ekki sitja á lakk­inu þar sem að hún litar og herðir lakkið og ger­ir það stökkt.

Silf­ur­litaðir bíl­ar sem að öllu jöfnu er hægt að spegla sig í verða spansk­græn­ir sem er það fyrsta sem menn taka eft­ir, en í raun­inni er öll bif­reiðin að ryðga til grunna. Því þarf að halda bíl­un­um hrein­um og verja þá fyr­ir öllu sem get­ur haft áhrif á út­lit þeirra og end­ingu,” seg­ir Páll enn­frem­ur.

Hann seg­ir að það sé mik­il­vægt að þrífa bíl­inn með réttu efn­un­um. „ Það má ekki gleyma að góð um­hirða bíls veit­ir ekki ein­ung­is eig­anda hans ánægju held­ur stuðlar hún einnig að því að halda verðmæti bíls­ins sem bestu og hann verði sölu­væn­legri í end­ur­sölu.“

Sjá viðtalið á mbl.is

Ómar Ragnarsson vinnur milljón

AR-141129602Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður tók í dag við verðlaunum sem sigurvegari í keppni Löðurs um besta þrjátíu sekúndna myndskeiðið. Verðlaunin í keppninni, sem bar yfirskriftina Viltu vinna milljón, eru ein milljón króna og veitti Ómar henni viðtöku við hátíðlega athöfn í Perlunni.

Í myndskeiðinu kom Ómar fram sem Mr. BÍL – furðufugl í litlum, gulum, óyfirbyggðum bíl sem skellir sér í gegnum bílaþvottastöð og fær þar háþrýstiþvott fyrir sig og bílinn. Ómar sagði við athöfnina að hann væri til í að prófa allt einu sinni en þetta myndi hann aldrei vilja prófa aftur.

Sjá fréttina á visir.is

Þvottakústar rispa og skemma lakkið

Mjög mikilvægt er að hugsa vel um bifreiðar þegar kemur að bílaþvotti. Það skilar sér í endursölu að bílarnir líti vel út og lakkið sé óskemmt auk þess sem það er auðvitað miklu skemmtilegra að aka um á hreinum bíl. Með reglubundnum þvotti og góðri umhirðu endist bíllinn mun lengur og verður síður ryði að bráð. Þvottakústar á bílalplönum rispa gjarnan lakkið á bílunum með hárfínum rispum sem á endanum gerir lakkið matt.

Fjölmörg dæmi eru um nýlega bíla sem eru farnir að láta verulega á sjá því lakkið er orðið afar matt og orsökin er í langflestum tilfellum tvíþætt. Annars vegar þvottakústar bílaplananna og hins vegar tjara sem aflitar lakkið og eyðuleggur herslu þess. Bílakústar rispa og matta öll bílalökk. Ef bíllinn eða þvottakústurinn er óhreinn virkar kústurinn eins og sandpappír á lakkið. Tjaran og eldfjallaaskan sest á bílanna og gerir það að verkum að enn mikilvægara er að þvo bílanna á réttan hátt til að rispa ekki lakkið.

Malbikið hér á landi er yfirleitt samsett úr möluðu grágrýti, 10 til 15 mm kornastærð, og tjöru ásamt öðrum aukaefnum sem er ætlað að bæta styrk og viðloðun. Íslenskt grjót er mjög mjúkt í samanburði við erlent grjót sem veldur því að nagladekkin eiga nokkuð auðvelt með að rífa það upp í svifryk og tjöru sem hleðst á bílana okkar. Tjaran fer mjög illa með lökk á bílum. Hún bæði aflitar lakkið með tímanum og dregur úr styrkleika þess. Salt pækillinn á götum úti er svo ekki til að hjálpa til.

Hreinn bíll sparar eldsneyti

IMG_4417„Það er auðvitað alltaf gaman að aka um á hreinum og glasandi bíl. En hreinn bíll sparar líka eldsneyti. Bíllinn smýgur betur í gegnum loftið ef hann er hreinn og gljáandi. Skítugur bíll getur eytt allt að 7% meira eldsneyti. Smáatriðin skipta máli. Meira að segja fuglaskítur á bifreið getur raunverulega aukið eyðslu um brotabrot,“ segir Páll Magnússon hjá Löðri.

Þessar upplýsingar koma fram hjá Bílgreinasambandinu, Umhverfisstofnun og Orkusetri að sögn Páls. Löður býður nú upp á nýjung í bílaþvotti en um er að ræða undraefnið Rain-X sem er úðað yfir bílana að þvotti loknum til að þeir hrindi óhreinindunum frá sér. Löður er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á Rain-X á allan bílinn. ,,Löður býður upp á Rain-X á allan bílinn á öllum sex þvottastöðvum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta efni er vel þekkt um allan heim og býður upp fullkomna yfirborðsvörn á bílinn. Það gefur Löðri sérstöðu að fyrirtækið er að yfirborðshylja allan bílinn með Rain-X en ekki bara framrúðuna eins og hefur tíðkast víða. Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi í umferðinni,“ segir Páll Magnússon.

Mikil ánægja með Rain-X

Vörurnar frá Rain-X þekkja margir bílaunnendur en þær hafa þann eiginleika að hrinda frá sér vökva og óhreindum. Algengast er að nota efnið á rúður og var einkaleyfi fengið fyrir efninu árið 1972. Árið 2005 var farið að nota Rain-X á þvottastöðvum í Bandaríkjunum og efninu sem fyrr segir úðað yfir allan bílinn. Efnið hefur á síðustu árum fengið mörg verðlaun þar á meðal verðlaunin Most Innovative New Product á Car Care World Expo 2006. Þó svo að efnið hafi verið notað á ótal bílaþvottastöðvum í Bandaríkjunum er það fyrst núna sem það er reynt hér á landi ábílaþvottastöðvum Löðurs. Rain-X er dýrt efni en þrátt fyrir aukinn kostnað greiðir viðskiptavinurinn enn sama verð og áður því Löður bætti efninu einfaldlega inn í línuna hjá sér. ,,Það hefur verið mikil ánægja með Rain-X hjá fjölda viðskiptavina okkar og við finnum sannarlega fyrir því að þetta efni er að skora hátt.“

Stöðvar ryðmundun og eykur endingu á lakki

Það þekkja allir ryð á eldri bílum, þá sérstaklega í kringum brettakanta og frammrúður. Páll segir að með því að þvo bílinn reglulega er hægt að stöðva þann hæga efnabruna sem á sér stað vegna rúðuvökva og seltu á götum úti. „Skolaðu bílinn og verðu hann með bóni. Rain-X stöðvar ryðmyndun á jafnvel illa förnum bílum. Það kemur vissulega ekki í staðinn fyrir lakkhúð en heldur því í skefjum og eykur endingu á lakki í raun út í hið óendanlega ef það er notað reglulega,“ segir Páll.

Alltaf opið!

Löður rekur sex þvottstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar eru alls staðar snertilausar þvottastöðvar en auk þess er hin vinsæla svampþvottastöð á Fiskislóð 29 þar sem einnig er boðið upp á dekkjasvertu í viðbót við allt annað. Löður er með opið alla daga vikunnar, líka á sunnudögum. „Það er mikilvægt að geta boðið upp á opnun um helgar og sérstaklega á sunnudögum því þá er oft rólegur tími og margir bíleigendur vilja nýta hann til að þvo bílana sína. Við höfum sannarlega fundið fyrir mikilli ánægju með þennan opnunartíma um helgar,“ segir Páll ennfremur.