Ómar Ragnarsson vinnur milljón

AR-141129602Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður tók í dag við verðlaunum sem sigurvegari í keppni Löðurs um besta þrjátíu sekúndna myndskeiðið. Verðlaunin í keppninni, sem bar yfirskriftina Viltu vinna milljón, eru ein milljón króna og veitti Ómar henni viðtöku við hátíðlega athöfn í Perlunni.

Í myndskeiðinu kom Ómar fram sem Mr. BÍL – furðufugl í litlum, gulum, óyfirbyggðum bíl sem skellir sér í gegnum bílaþvottastöð og fær þar háþrýstiþvott fyrir sig og bílinn. Ómar sagði við athöfnina að hann væri til í að prófa allt einu sinni en þetta myndi hann aldrei vilja prófa aftur.

Sjá fréttina á visir.is