Súrt regn hef­ur slæm áhrif á bílalakk

Gos í HoluhrauniStyrk­ur brenni­steins­díoxíðs (SO2) mæl­ist nú mjög hár víða um land vegna eld­goss­ins í Holu­hrauni og meng­un­in virðist ná til allra lands­hluta sam­kvæmt spá­korti veður­stofu Íslands í dag.

Brenni­steins­díoxíð er ein helsta ástæðan fyr­ir súru regni sem hef­ur víðtæk­ar af­leiðing­ar. Súrt regn hef­ur m.a. í för með sér skemmd­ir á bíl­um.

„Brenni­steins­díoxíð og súra regnið hef­ur slæm áhrif á lakk bif­reiða sem hef­ur því hlut­verki að gegna að hlífa bíln­um gegn ryði og tær­ingu auk þess að sjálf­sögðu að gera hann fal­legri,“ seg­ir Páll Mar Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Löðurs.

„Það eru nokkr­ir hlut­ir sem mega ekki sitja á bif­reiðum og má þar nefna auk súra regns­ins, rúðuvökva, fugla­skít, trjákvoðu, salt og fleira sem tær­ir lakk. Einnig má tjara ekki sitja á lakk­inu þar sem að hún litar og herðir lakkið og ger­ir það stökkt.

Silf­ur­litaðir bíl­ar sem að öllu jöfnu er hægt að spegla sig í verða spansk­græn­ir sem er það fyrsta sem menn taka eft­ir, en í raun­inni er öll bif­reiðin að ryðga til grunna. Því þarf að halda bíl­un­um hrein­um og verja þá fyr­ir öllu sem get­ur haft áhrif á út­lit þeirra og end­ingu,” seg­ir Páll enn­frem­ur.

Hann seg­ir að það sé mik­il­vægt að þrífa bíl­inn með réttu efn­un­um. „ Það má ekki gleyma að góð um­hirða bíls veit­ir ekki ein­ung­is eig­anda hans ánægju held­ur stuðlar hún einnig að því að halda verðmæti bíls­ins sem bestu og hann verði sölu­væn­legri í end­ur­sölu.“

Sjá viðtalið á mbl.is