Áskriftarleiðir
Áskriftarkerfi Löðurs
Í samstarfi við Parka bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á tvær nýjar þjónustuleiðir.
Þjónustuleiðirnar eru annars vegar áskriftarleið Löðurs og svo Keyrt og Kvitt. Áskriftin er virk á völdum stöðvum en þar af eru flestar snertilausar stöðvar og fjórar mannaðar þvottastöðvar.
Til þess að skrá sig í aðra hvora þjónustuleiðina þarf að vera búið að setja upp Parka appið í símann. Í framhaldi þarf að fylgja nokkrum skrefunum til að klára uppsetningu og velur viðskiptavinur þá þjónustu sem hentar best fyrir sig.
Þjónustuleiðirnar eru frábærar leiðir fyrir þá sem vilja huga vel að bílnum sínum á einfaldan og fljótlegan máta.
- Skrá bílnúmer og greiðslukortaupplýsingar.
- Þegar keyrt er að stöð les myndavélabúnaður bílnúmeraplötuna og flettir upp hvort viðskiptavinur sé í áskrift eða keyrt og kvitt.
- Hurð opnast sjálfkrafa og viðskiptavinur keyrir í gegnum þvotta ferli
- Parka sér um að afgreiða sjálfvirka greiðslu í kjölfarið.
Hægt er að velja um tvenns konar áskriftarleiðir á völdum þvottastöðvum.
- Snertilaus á 6.900 kr.-
- Snertilaus og svampbursta á 9.900 kr.-
50% afsláttur fæst af bíl númer tvö.
Í gegnum Keyrt og kvitt er eingöngu greitt fyrir þau skipti sem þjónustan er nýtt samkvæmt verðskrá Löðurs.
Hægt er að lesa skilmála um áskriftarleið
hér.
Hér að neðan getur þú sótt Parka appið fyrir bæði iPhone (iOS) og Android síma.