Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri fjórða árið í röð

Löður hlaut viðurkenninguna “Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2024” sem veit er af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Til þess að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði og eru einungis 2,9% fyrirtækja á Íslandi fyrirmyndarfyrirtæk í rekstri í ár. Við tökum því fagnandi á móti viðurkenningunni í fjórða sinn.
Creditinfo hefur í þrettán ár vottað Framúrskarandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi fyrir góðan og traustan rekstur. Fyrirtækin á listanum eru í hópi 2,4% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum. Markmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla þannig að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr.



