Löður er stoltur styrktaraðili
Mottumars 2023
Mottuþrif hjá Löður til styrktar Mottumars
Af því tilefni verður Löður með mikið í gangi í mánuðinum og við hvetjum viðskiptavini til að fylgjast vel með.
Allan mánuðinn mun andvirði allra mottuþrifa á þvottastöð Löðurs á Fiskislóð 29 renna óskert til Krabbameinsfélagsins. Mottuþrifin kosta 1.000 krónur og er einfalt að leggja málefninu lið á meðan maður hreinsar slabbið úr bílamottunum í leiðinni! 💧
Löður er einnig viðurkenndur söluaðili fyrir Mottumarssokkana og þú getur keypt sokkana á Fiskislóð fyrir 2.000 krónur. Mottumarssokkarnir eru hannaðir af Farmers Market og kaup á þeim er frábær leið til að styrkja baráttu Krabbameinsfélagsins.
Föstudaginn 31. mars er sjálfur Mottudagurinn og er mikilvægt að taka daginn frá fyrir bílaþvott þar sem Löður mun gefa 15% af allri sölu dagsins til málefnisins, óháð staðsetningu þvottastöðvar.
Starfsmenn og aðrir mottuhafar hjá Löður eru nú þegar byrjaðir að safna í yfirvaraskegg til að taka þátt í Mottumars.
Við hlökkum til að taka þátt í þessu verðuga málefni og erum spennt að sjá allar motturnar á Fiskislóð 29.
