9 skotheld ráð til að koma bílnum í stand fyrir sumarið

maí 27, 2022

9 skotheld ráð til að koma bílnum í stand fyrir sumarið

Nú styttist í að sumarfríin hefjist og því tilvalið að byrja að huga strax að undirbúningi þeirra. Margir kjósa að ferðast innanlands og keyra um land allt og þá er mikilvægt að hugsa vel um bílinn svo hann komi sem best til baka. Hér eru nokkur ráð sem hjálpa við að viðhalda bílnum í gegnum ferðalögin í sumar.


1. Regluleg þrif

Bestu ráðin eru oft þau einföldustu, með því að bóna lakkið fyrir sumarið myndast vörn og það verður auðveldara að halda bílnum hreinum.


2. Burt með flugurnar

Það er mikilvægt að þrífa fljótt burtu flugurnar framan á bílnum og á speglunum. Flugur valda varanlegum skemmdum á lakkinu til lengri tíma og því skiptir öllu að þrífa þær af eins fljótt og auðið er. Bug remover blandað í vatn er þá úðað eingöngu á fletina þar sem flugurnar eru, og mikilvægt að láta efnið ekki liggja lengi á lakkinu.


3.  Bóna vel eftir á

Þegar þú ert búinn að þrífa flugurnar af lakkinu er mikilvægt að bóna bílinn til að vernda lakkið. Til eru margar tegundir af bóni og því mikilvægt að leita til fagmanna og fá ráðgjöf hvað þeir mæla með fyrir bílinn þinn. 


4. Ekki láta hreinsiefnið þorna á lakkinu

Best er að skola efnið í burtu með háþrýstingi ef það hefur legið á lakkinu um stund. Ef blettir eftir hreinsiefni sitja sem fastast er hægt að ná restinni með bílasápu og skola vel á eftir.


5. Þrífið fuglaskítinn strax

Það er sérstaklega mikilvægt að þrífa fuglaskítinn af eins fljótt og kostur er því hann er fljótur að eyðileggja lakkið varanlega ef hann er látinn liggja. Best er að strjúka með blautþurrku ef tekið er eftir honum strax. Passa að strjúka létt yfir ef hann fer ekki af strax þarf að grípa til annara ráða. Master cleaner frá málningarvörum er mjög gott efni í svona en þarf að passa að blanda vel með vatni og úða á blettinn og skola af. Matarsodi getur virkað ágætlega líka blandaður í úðabrúsa með vatni og skola vel af með hreinu vatni á eftir. Nauðsynlegt er að bóna lakkið eftir svona meðferð. 


6. Fjarlægja trjákvoðuna 

Trjákvoða úr fræjum er mikill skaðvaldur og getur valdið skemmdum ef hún fær að sitja á lakkinu lengi. Það eru til mörg efni sem ná þessu límkennda efni af, við mælum með master cleaner blandað í vatn til að úða yfir blettina, og skola vel á eftir. Einnig er hægt að hella spíra í mjúkan klút, strjúka létt yfir og skola. Við mælum með því að lakkið sé hreint áður en þessum aðferðum er beitt. Í lokin þarf að bóna lakkið á bílnum til að verja hann betur ef þetta kemur fyrir aftur.


7. Keramikhúðaðu fyrir betri vörn

Keramikhúðun eða Ceramic Coat viðheldur lakkinu á bílnum, ver það fyrir óhreinindum og er afar endingargóð. Til eru ýmsar tegundir af húðun (coating) sem verja lakkið og er mælt með því að hafa samband við fagmenn varðandi slíka meðferð. 


8. Sótthreinsaðu að innan 

Það getur verið mikilvægt að huga að því að sótthreinsa bílinn að innan. Bakteríur og önnur óhreinindi sem sjást ekki setjast þar að. Við getum talið upp a.m.k 10 snertifleti sem eru notaðir daglega. Mikilvægt er þó að nota ekki efni sem geta skemmt yfirborðið á einhvern hátt.


9. Hreinsaðu ljós og framrúðu reglulega

Hreinn ljósabúnaður er öryggisatriði fyrir bílstjórann sem ekur bifreiðinni, því ljósin eru skýrari og betri vegvísir, og aðra bílstjóra sem sjá bílinn þinn mun fyrr. 

Við þekkjum svo öll þegar sólin fer að skína og við sjáum ekkert út um framrúðuna á bílnum. Það er mikilvægt að þrífa hana sem oftast að innan og utan, svo við sjáum vel á veginn öllum stundum.


Löður er stoltur styrktaraðili Mottumars 2024 og heldur hátíðlega upp á mánuðinn, af því tilefni ver
29 Feb, 2024
Löður er stoltur styrktaraðili Mottumars 2024 og heldur hátíðlega upp á mánuðinn, af því tilefni verður Löður með mikið í gangi í mánuðinum og við hvetjum viðskiptavini að fylgjast vel með!
08 Feb, 2024
Löður hefur tekið í notkun nýja snertilausa þvottastöð í Vestmannaeyjum, hjá dælum Orkunnar við Tvistinn á Faxastíg 36. Þvottastöðin var opnuð formlega miðvikudaginn 7. febrúar en daginn áður bauðst Eyjabúum að prófa hana milli kl. 13:00 og 18:00 án endurgjalds. Ekki hefur verið starfrækt bílaþvottastöð í Eyjum síðan fyrir aldamót og ríkir því almenn ánægja meðal Vestmannaeyinga með þetta framtak Löðurs. Með opnun í Vestmannaeyjum eru þvottastöðvar Löðurs orðnar 16 talsins: Af þeim eru 13 stöðvar á 11 mismunandi staðsetningum á höfuðborgarsvæðinu, svo er ein á Akureyri og ein í Reykjanesbæ. Þrjár þvottastöðvanna eru mannaðar: svampburstastöðin á Granda, snertilausa þvottastöðin á Dalvegi 22 í Kópavogi og svampþvottastöðin á Fitjum í Reykjanebæ. Löður stefnir á að vera ávallt í fremstu röð þegar kemur að verndun umhverfisins og kappkostar að gera allar sínar þvottastöðvar eins umhverfisvænar og mögulegt er. Allur úrgangur sem til fellur í starfsemi Löðurs er flokkaður til endurvinnslu og allt plast er endurunnið í samstarfi við Pure North. Við óskum Vestmannaeyingum til hamingju með hina nýju og glæsilegu þvottastöð um leið og við bjóðum þá velkomna með bílinn sinn í þvott allan sólarhringinn.
15 Dec, 2023
27 metra löng þvottagöng. Renndu við með bílinn í hátíðarbílaþvott!
26 Sep, 2023
Löður - Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri
24 Nov, 2022
Samþykktu byggingu Löður við Faxastíg
19 Oct, 2022
Bónaðu bílinn reglulega! Það verndar hann ekki aðeins gegn óhreinindum, heldur líka gegn áhrifum vegsalts sem hefur tærandi áhrif á lakkið og flýtir fyrir ryðmyndun. Notaðu snjófroðu á lakkið! Snjófroða er sérstök gerð af sápu sem hentar einstaklega vel til að fjarlægja uppsöfnuð óhreinindi og vegsalt af bílnum eftir vetrartímann. Þú berð bara froðuna á lakkið og leyfir að standa í nokkrar mínútur, og skolar svo af. Fjárfestu í háþrýstidælu! Besta leiðin til að þrífa bílinn reglulega yfir vetrartímann er með góðri háþrýstidælu. Það tekur ekki nema örfáar mínútur að þrífa mestu óhreinindin. Þú þarft samt að athuga fyrst hvort að lakkið á bílnum þoli háþrýstingsþvott, því annars getur salt komist í gegn um málninguna og valdið tæringu. Þurrkaðu bílinn strax eftir þrif! Í miklum kulda geta hurðir og rúður frosið þannig þú getir ekki opnað þær, ef þú passar ekki upp á að þurrka strax eftir þrif. Akið varlega! Á veturna er enn meiri ástæða til að flýta sér hægt og aka varlega heldur en á sumrin. Ekki bara öryggisins vegna, ef það skyldi vera hálka á vegum, heldur dregur það líka úr saltögnum sem kastast upp frá hjólbörðunum og geta skaddað lakkið. Með því að halda öruggri fjarlægð milli þín og bílanna fyrir framan þig kemurðu svo í veg fyrir að óhreinindi, möl og salt kastist frá þeirra dekkjum yfir á þinn eigin bíl.
03 Oct, 2022
Löður er á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2022. Við erum virkilega stolt af þessum árangri og tökum á móti viðurkenningunni fagnandi. Creditinfo hefur í þrettán ár vottað Framúrskarandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi fyrir góðan og traustan rekstur. Fyrirtækin á listanum eru í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum 2022. Markmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla þannig að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknavert að skara fram úr.
Eftir Hallur Jónasson 29 Aug, 2022
Fyrsta skóflustunga að nýrri þvottastöð Löðurs var tekin á Fitjum í vikunni. Þar mun Löður opna 27 metra löng þvottagöng. Afkastageta þeirra er um 60 bílar á klukkustund og verða allir regnbogans litir á leiðinni í gegnum stöðina svo um leið og við bíllinn er þrifinn fær viðskiptavinurinn skemmtilega upplifun. Bílar eru dregnir sjálfvirkt áfram í gegnum stöðina en starfsmenn verða á staðnum bæði til að forþvo bílana og leiðbeina viðskiptavinum. „Það er mikið tilhlökkunarefni að opna nýja stöð í Reykjanesbæ og þjónusta íbúa og aðra sem fara um svæðið eins vel og kostur er. Það er umhverfisvænna að þvo bílinn í bílaþvottastöð þar sem eru olíu- og sandskiljur sem taka við spilliefnum. Þetta er mikilvægur þáttur þegar verið er að nota ýmis efni til að þvo bílinn svo þau fari ekki beint í grunnvatnið okkar,” segir Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs. „Það er fagnaðarefni að fá öflugt fyrirtæki eins og Löður til Reykjanesbæjar. Langstærstur hluti ferðamanna sem koma til Íslands ár hvert eiga hér upphafs og endapunkt og því mikilvægt að hafa öfluga þvottastöð til að þrífa bílaflotann eftir ferð um landið. Þá verður þetta frábær þjónusta fyrir bæjarbúa á öflugu verslunar- og þjónustusvæði á Fitjum,” segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, Sviðsstjóri Umhverfissvið í Reykjanesbæjar. Áætlað er að þvottastöðin opni í vetur en framkvæmdir eru þegar hafnar af fullum krafti. Löður kappkostar við að minnka kolefnisspor félagsins og er til dæmis allt plast sem fellur til við reksturinn endurunnið í samvinnu við Pure North.
29 Aug, 2022
Löður hefur skilað meira en 1,6 tonni af stífu umbúðarplasti í endurvinnslu til íslensku endurvinnslunnar Pure North. Plast verður aftur plast, vinnum saman að því markmiði að halda umhverfinu okkar hreinu.
19 Aug, 2022
Ný og enn betri bílaþvottavél í Hagasmára
Fleiri færslur
Share by: