15% af sölu Löðurs á Mottudaginn rennur til Krabbameinsfélagsins
Löður er stoltur styrktaraðili Mottumars 2022 og heldur hátíðlega upp á mánuðinn.
Föstudaginn 11. mars er Mottudagurinn, sem er hápunktur Mottumars átaksins. Löður hefur tekið þátt í Mottumars með ýmis uppákomum en á Mottudaginn sjálfan mun Löður gefa 15% af allri sölu dagsins til málefnisins. Söfnunin gildir á öllum 15 þvottastöðvum Löðurs og því auðvelt að renna við, styrkja gott málefni og þvo bílinn í leiðinni.
„Við hjá Löður höfum alltaf reynt að leggja okkar að mörkum til samfélagsins, hvort sem það tengist góðgerðarstarfsemi, umhverfismálum eða jafnvel uppátækjum á hátíðardögum. Mottumars á vegum Krabbameinsfélagsins er átak sem við styðjum með miklu stolti. Málefnið þekkja allir og er enginn vafi um mikilvægi þess,“ segir Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs.
Auk söfnunarinnar á Mottudaginn mun andvirði allra mottuþrifa á þvottastöð Löðurs á Fiskislóð 29 renna óskert til Krabbameinsfélagsins í marsmánuði. Mottuþrifin kosta 1.000 krónur og því einfalt að leggja málefninu lið á meðan maður hreinsar slabbið úr bílamottunum í leiðinni.
Löður er einnig viðurkenndur söluaðili fyrir Mottumarssokkana og hægt er að kaupa sokkana á Fiskislóð fyrir 2.000 krónur. Mottumarssokkarnir eru hannaðir af Farmers Market og kaup á þeim er frábær leið til að styrkja baráttu Krabbameinsfélagsins.
Starfsmenn og aðrir mottuhafar hjá Löður eru nú þegar byrjaðir að safna í yfirvaraskegg til að taka þátt í Mottukeppninni. Hægt er að fara á styrktarsíðu Löðurs og heita á starfsfólkið okkar
hér.
Við hlökkum til að taka þátt í þessu verðuga málefni og erum spennt að sjá allar motturnar á Fiskislóð 29.




