Gerðu bílinn kláran fyrir sumarið!
1. Ekki hugsa um bílinn þinn sem geymslupláss
Það er mikilvægt að líða vel í bílnum sínum og þá er besta ráðið að hugsa ekki um bílinn sinn
sem stað fyrir drasl. Því meira drasl sem safnast upp, því erfiðara verður að taka það til. Þess
vegna er gott að tileinka sér að taka ruslið með sér inn eftir rúntinn og henda því strax. Einnig
breytir það strax miklu að hafa lítill poka í bílnum fyrir ruslið svo það sé auðveldara að taka það
saman.
2. Vertu með nokkur þrífingartól í hanskahólfinu
Það er gott að vera með nokkra hluti í bílnum til að grípa í þegar maður er fastur í umferðinni.
Sniðugt er að geyma nokkra klúta eða viskustykki til að þurrka rykið og sótthreinsiklúta til að
taka bletti sem geta komið upp.
3. Notaðu blautþurrkur til þess að þrífa glugga að innan og utan
Ein einfaldasta leiðin til að ná hreinum gluggum er að nota blautþurrkur. Það kemur
skemmtilega á óvart hvað blautþurrkurnar geta gert mikið, án mikillar fyrirhafnar. Við mælum
með að skrúfa niður rúðuna til að ná sem mestu óhreinindum efst á rúðunni.
4. Haltu mottunum hreinum og fallegum
Til þess að halda bílnum glæsilegum þá er mikilvægt að halda bílmottunum hreinum. Eftir
veturinn eru motturnar oft mjög skítugar og þá er góður tími til að taka þær fyrir. Það þarf ekki að
taka langan tíma að þrífa motturnar en þú einfaldlega skolar þær með vatni, og notar svo bursta
til að sápuþvo þær. Gott er að kaupa sápur sem eru sérstaklega gerðar fyrir mottur til að ná sem
mestum óhreinindum.
5. Náðu á erfiðustu staðina með skrúfjárni
Oft getur verið erfitt að þrífa alla staði þar sem óhreinindi leynast. Ein óvæntasta leiðin til að ná
því er að nota skrúfjárn og klút til að hjálpa með það. Varist samt að skemma ekki neitt með
þessu og farið varlega með skrúfjárnið.



