Súrt regn hef­ur slæm áhrif á bílalakk

9. desember 2020

 

Styrk­ur brenni­steins­díoxíðs (SO2) mæl­ist nú mjög hár víða um land vegna eld­goss­ins í Holu­hrauni og meng­un­in virðist ná til allra lands­hluta sam­kvæmt spá­korti veður­stofu Íslands í dag.

 

Brenni­steins­díoxíð er ein helsta ástæðan fyr­ir súru regni sem hef­ur víðtæk­ar af­leiðing­ar. Súrt regn hef­ur m.a. í för með sér skemmd­ir á bíl­um.

 

„Brenni­steins­díoxíð og súra regnið hef­ur slæm áhrif á lakk bif­reiða sem hef­ur því hlut­verki að gegna að hlífa bíln­um gegn ryði og tær­ingu auk þess að sjálf­sögðu að gera hann fal­legri,“ seg­ir Páll Mar Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Löðurs.

 

„Það eru nokkr­ir hlut­ir sem mega ekki sitja á bif­reiðum og má þar nefna auk súra regns­ins, rúðuvökva, fugla­skít, trjákvoðu, salt og fleira sem tær­ir lakk. Einnig má tjara ekki sitja á lakk­inu þar sem að hún litar og herðir lakkið og ger­ir það stökkt.

 

Silf­ur­litaðir bíl­ar sem að öllu jöfnu er hægt að spegla sig í verða spansk­græn­ir sem er það fyrsta sem menn taka eft­ir, en í raun­inni er öll bif­reiðin að ryðga til grunna. Því þarf að halda bíl­un­um hrein­um og verja þá fyr­ir öllu sem get­ur haft áhrif á út­lit þeirra og end­ingu,” seg­ir Páll enn­frem­ur.

 

Hann seg­ir að það sé mik­il­vægt að þrífa bíl­inn með réttu efn­un­um. „ Það má ekki gleyma að góð um­hirða bíls veit­ir ekki ein­ung­is eig­anda hans ánægju held­ur stuðlar hún einnig að því að halda verðmæti bíls­ins sem bestu og hann verði sölu­væn­legri í end­ur­sölu.“

 

Sjá viðtalið á mbl.is

 

19. febrúar 2025
Moodup veitir viðurkenninguna
28. október 2024
Löður hlaut viðurkenninguna “Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2024” sem veit er af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Til þess að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði og eru einungis 2,9% fyrirtækja á Íslandi fyrirmyndarfyrirtæk í rekstri í ár. Við tökum því fagnandi á móti viðurkenningunni í fjórða sinn. Creditinfo hefur í þrettán ár vottað Framúrskarandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi fyrir góðan og traustan rekstur. Fyrirtækin á listanum eru í hópi 2,4% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum. Markmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla þannig að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr.
8. júlí 2024
Við breytum og bætum á Fiskislóð
Löður er stoltur styrktaraðili Mottumars 2024 og heldur hátíðlega upp á mánuðinn, af því tilefni ver
29. febrúar 2024
Löður er stoltur styrktaraðili Mottumars 2024 og heldur hátíðlega upp á mánuðinn, af því tilefni verður Löður með mikið í gangi í mánuðinum og við hvetjum viðskiptavini að fylgjast vel með!
8. febrúar 2024
Löður hefur tekið í notkun nýja snertilausa þvottastöð í Vestmannaeyjum, hjá dælum Orkunnar við Tvistinn á Faxastíg 36. Þvottastöðin var opnuð formlega miðvikudaginn 7. febrúar en daginn áður bauðst Eyjabúum að prófa hana milli kl. 13:00 og 18:00 án endurgjalds. Ekki hefur verið starfrækt bílaþvottastöð í Eyjum síðan fyrir aldamót og ríkir því almenn ánægja meðal Vestmannaeyinga með þetta framtak Löðurs. Með opnun í Vestmannaeyjum eru þvottastöðvar Löðurs orðnar 16 talsins: Af þeim eru 13 stöðvar á 11 mismunandi staðsetningum á höfuðborgarsvæðinu, svo er ein á Akureyri og ein í Reykjanesbæ. Þrjár þvottastöðvanna eru mannaðar: svampburstastöðin á Granda, snertilausa þvottastöðin á Dalvegi 22 í Kópavogi og svampþvottastöðin á Fitjum í Reykjanebæ. Löður stefnir á að vera ávallt í fremstu röð þegar kemur að verndun umhverfisins og kappkostar að gera allar sínar þvottastöðvar eins umhverfisvænar og mögulegt er. Allur úrgangur sem til fellur í starfsemi Löðurs er flokkaður til endurvinnslu og allt plast er endurunnið í samstarfi við Pure North. Við óskum Vestmannaeyingum til hamingju með hina nýju og glæsilegu þvottastöð um leið og við bjóðum þá velkomna með bílinn sinn í þvott allan sólarhringinn.
15. desember 2023
27 metra löng þvottagöng. Renndu við með bílinn í hátíðarbílaþvott!
26. september 2023
Löður - Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri
24. nóvember 2022
Samþykktu byggingu Löður við Faxastíg
19. október 2022
Bónaðu bílinn reglulega! Það verndar hann ekki aðeins gegn óhreinindum, heldur líka gegn áhrifum vegsalts sem hefur tærandi áhrif á lakkið og flýtir fyrir ryðmyndun. Notaðu snjófroðu á lakkið! Snjófroða er sérstök gerð af sápu sem hentar einstaklega vel til að fjarlægja uppsöfnuð óhreinindi og vegsalt af bílnum eftir vetrartímann. Þú berð bara froðuna á lakkið og leyfir að standa í nokkrar mínútur, og skolar svo af. Fjárfestu í háþrýstidælu! Besta leiðin til að þrífa bílinn reglulega yfir vetrartímann er með góðri háþrýstidælu. Það tekur ekki nema örfáar mínútur að þrífa mestu óhreinindin. Þú þarft samt að athuga fyrst hvort að lakkið á bílnum þoli háþrýstingsþvott, því annars getur salt komist í gegn um málninguna og valdið tæringu. Þurrkaðu bílinn strax eftir þrif! Í miklum kulda geta hurðir og rúður frosið þannig þú getir ekki opnað þær, ef þú passar ekki upp á að þurrka strax eftir þrif. Akið varlega! Á veturna er enn meiri ástæða til að flýta sér hægt og aka varlega heldur en á sumrin. Ekki bara öryggisins vegna, ef það skyldi vera hálka á vegum, heldur dregur það líka úr saltögnum sem kastast upp frá hjólbörðunum og geta skaddað lakkið. Með því að halda öruggri fjarlægð milli þín og bílanna fyrir framan þig kemurðu svo í veg fyrir að óhreinindi, möl og salt kastist frá þeirra dekkjum yfir á þinn eigin bíl.
3. október 2022
Löður er á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2022. Við erum virkilega stolt af þessum árangri og tökum á móti viðurkenningunni fagnandi. Creditinfo hefur í þrettán ár vottað Framúrskarandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi fyrir góðan og traustan rekstur. Fyrirtækin á listanum eru í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum 2022. Markmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla þannig að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknavert að skara fram úr.
Fleiri færslur